Un biglietto dell'autobus, pronto!


Hér verður aðeins bloggað í stuttum athugasemdum á næstunni. Ég hef ekki sofið í einn og hálfan sólarhring.

Í gærkvöldi var ég nokkuð viss um að „Venezia 1000 m.“ þýddi að ég hefði álpast upp í vitlausa rútu. Líklega var átt við afleggjarann en ekki borgina.

Hvert sem leiðin lá var ég allavega sloppinn. Ribbalda þekki maður á stingandi augnaráði og öróttu andliti. „No, no, no! Mi dispiace. Ciao, no, mi dispiace!“ kemur manni ótrúlegar vegalengdir frá hnífsblaðinu. Umfram allt: ekki stoppa. Og hafðu á hreinu hvert þú ert að fara.

Milano er ekki borg heldur stórt, stórt slys. Félagsfræðitilraun sem mistókst. Bergamo er ekki ein borg heldur tvær. Klofin eins og ég.

Mikið hata ég Stansted.

2 thoughts on "Un biglietto dell'autobus, pronto!"

  1. Avatar Hjördís Alda skrifar:

    Velkominn aftur. Hlakka til að heyra ferðasöguna í lengra máli.

  2. Sem allra fyrst, mademoiselle.

Lokað er á athugasemdir.