Ég er með afskaplega fínan teljara á þessari síðu, á stundum mætti segja hann vandræðalega góðan (hann nær öllum tenglum nema af MSN, já líka úr pósthólfum). Og þar sem ég annars veit ekki hvernig ég á að koma orðum að því þá segi ég bara sem er, að ég vona að Þórunn Hrefna hafi haft gaman að Garðskálanum, og ennfremur að hún haldi áfram að fylgjast með framleiðslunni. Þá er henni sérstaklega bent á heimasíðu Garðskálans og þeim tilvitnunum sem þar er að finna. Og auðvitað, þar sem ég er afar kurteis maður og yfirleitt óframhleypinn – án þess ég vilji ýta á nokkurn um neitt – þá yrði okkur mikill heiður í ummælum frá Þórunni Hrefnu til að setja á síðuna.
avs1 [hjá] hi.is