Hættulegasti maður Íslands?

Ef stuttbuxnaklæddur Guðni Ágústsson getur ekki hitt Kastró yfir mojito til að ræða íslensku sauðkindina án þess að ógna heimsfriðinum óar mér við því hvað hann gæti gert af sér í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Því er líklega best að bíða með öll slík áform uns heimurinn er fyllilega búinn undir pólitískan slagkraft Íslendinga.