Afsökun og DVD

Blogginu um veginn hefur borist afsökunarbeiðni fyrir neðanvitnaðri grein. Hún er að sjálfsögðu tekin til greina, enda engin ástæða til að standa í illdeilum við fólk fyrir litlar sakir.

Þá má alltaf minnast þess að síðast er ég fékk bréf var þessu öfugt farið (sjá hér). Sú athugasemd beindist raunar ekki gegn því versta sem stóð um viðkomandi í upphaflegu greininni …

Hvað hef ég annars verið að gera undanfarna daga? Drekka bjór og horfa á DVD, ræfillinn sem ég er. 25th Hour, The Polar Express, Outland, The Tailor of Panama, The Roaring Twenties og It’s A Wonderful Life – í þessari röð. Eina myndin sem ég hyggst gagnrýna af þessum hér er sú næstsíðasttalda, af því Bogart er í henni. Hún fær tvo bógarta, af því Bogart er svo lítið í henni þótt hann bógarti vel, og einn aukalega fyrir töffaralætin í Cagney. Það gerir þrjá bógarta í heildina.
BogartBogartBogart

Aðrar bógartagjafir má sjá með því að leita að „bógart“ hér til hliðar.