Afsökun og DVD

Blogginu um veginn hefur borist afsökunarbeiðni fyrir neðanvitnaðri grein. Hún er að sjálfsögðu tekin til greina, enda engin ástæða til að standa í illdeilum við fólk fyrir litlar sakir.

Þá má alltaf minnast þess að síðast er ég fékk bréf var þessu öfugt farið (sjá hér). Sú athugasemd beindist raunar ekki gegn því versta sem stóð um viðkomandi í upphaflegu greininni …

Hvað hef ég annars verið að gera undanfarna daga? Drekka bjór og horfa á DVD, ræfillinn sem ég er. 25th Hour, The Polar Express, Outland, The Tailor of Panama, The Roaring Twenties og It’s A Wonderful Life – í þessari röð. Eina myndin sem ég hyggst gagnrýna af þessum hér er sú næstsíðasttalda, af því Bogart er í henni. Hún fær tvo bógarta, af því Bogart er svo lítið í henni þótt hann bógarti vel, og einn aukalega fyrir töffaralætin í Cagney. Það gerir þrjá bógarta í heildina.
BogartBogartBogart

Aðrar bógartagjafir má sjá með því að leita að „bógart“ hér til hliðar.

4 thoughts on “Afsökun og DVD”

  1. Eiginlega væri alveg ástæða til að gefa Panama-skraddaranum og Lífinu yndislega líka Bogarta, þeirri síðarnefndu fyrir að vera uppáhaldsmynd kallsins og þeirri fyrrnefndu fyrir að vera hálfgildings endurgerð á Casablanca.

  2. „Villa! Vinsamlegast farðu til baka og svaraðu reikningsdæminu“ – rosalega finnst mér ég kominn aftur í Menntó við að kommenta á bloggið þitt. En af hverju reikningsdæmi? Af hverju ekki ljóðaspurningar?

  3. Ég vil gefa lesendum mínum meiri séns en grunnskólakrökkum á samræmdu prófi.
    Tveir ágætispunktar annars, Ásgeir, en eitt annað eiga myndirnar sameiginlegt sem hindrar að þær fái bógart: Það er enginn Bogart í þeim.

Lokað er á athugasemdir.