Rok

Í fyrra þegar stormurinn gekk yfir sat ég inni á Öldugötu við kertaloga, drakk bjór og horfði á sjónvarp, milli þess að ég blaðaði í einhverjum skræðum. Kertin þurfti ég vegna rafmagnsleysis í íbúðinni en sjónvarpið virkaði nú samt. Svaka rómantískt alltsaman.

Það þótti ansi hvasst þetta kvöld, en það aftraði okkur Jóni Erni ekki frá því að fara á Næsta bar uppúr miðnætti. Enda andskotans heljarmenni, við tveir.

Nú í kvöld var ég einlæglega hræddur eftir að ég hafði skutlað Jóni heim. Þannig gengu hviðurnar yfir bílinn að ég hélt hann ylti þá og þegar. Ekki skánaði það uppi við Hamraborg, en lögreglubíllinn sem skyggði mig var þó huggun harmi gegn ef illa færi. Bíllinn rásaði svo í rokinu að þeir hefðu ekki getað séð muninn þótt ég hefði verið haugafullur undir stýri.