Gefins bækur – uppfært

Ég vil gefa eftirfarandi bækur, og jafnvel sitthvað fleira. Sumar þeirra eru merktar Borgarbókasafni en því má í flestum tilfellum bjarga. Pantanir í athugasemdum, afhending fer eftir samkomulagi. Yfirstrikaðar bækur eru fráteknar:

Advent Im Hochgebirge (Aðventa) – Gunnar Gunnarsson
Augu þín sáu mig – Sjón (merkt Borgarbókasafni) – Erla
Eyrbyggja saga (merkt Borgarbókasafni) – Óli Sindri
Ferðin til stjarnanna – Ingi Vítalín (Kristmann Guðmundsson, merkt Borgarbókasafni) – Emil
Hart á móti hörðu – Robert Ludlum
Heimsljós – Halldór Laxness (merkt Borgarbókasafni) – Himmi
Hella – Hallgrímur Helgason – Emil
Hrafnkels saga Freysgoða – Himmi
Íslenzkt orðtakasafn II – Halldór Halldórsson – Jón Örn
Lykillinn að Íslendingasögum – Heimir Pálsson (merkt Borgarbókasafni) – Davíð
Mefistofeles – Knut Hansen – Ásgeir H
Myrkur í maí – Helgi Jónsson (merkt Borgarbókasafni) – Kristín Svava
Nafnlausir vegir – Einar Már Guðmundsson (merkt Borgarbókasafni) – Ásgeir H
Óskaslóðin – Kristjón Kormákur Guðjónsson (merkt Borgarbókasafni)
Samsæri þagnarinnar – Peter Eton og James Leasor
Sóleyjar saga I-II – Elías Mar (merkt Borgarbókasafni) – Kári
Stafsetningarorðabók – Halldór Halldórsson (merkt Borgarbókasafni) – Jón Örn
Útkall rauður – Björgvin Richardsson (ennþá í plasti) – Jón Örn
Vesalingarnir – Victor Hugo – Einar Steinn
Ævinlega – Guðbergur Bergsson (merkt Borgarbókasafni) – Óli Sindri

Að vera andsofa

Það er kannski rétt að geta heimilda við síðustu færslu, en vel ríflega þær upplýsingar sem þar er að finna fékk ég í Símenntunarstöð Háskóla Íslands, það er að segja, kaffistofunni í Árnagarði.

Auðvitað hlaut ég að vakna klukkan fjögur á laugardegi þegar ég gæti ekki innt þann gjörning til að leysa höfuð mitt að mæta á réttum tíma í skólann. Ekki hef ég látið eins og prófessor hálfa menntaskólagönguna til að láta spyrjast út að ég sinni háskólanáminu.

Er það annars bara ég eða leiddist Jóhannesi Gísla svona herfilega í orðmyndunarfræðinni í dag? Segjum tveir þá. En það gengur náttúrlega ekki að kennarinn virðist ósannfærður sjálfur. Ef hann reynir ekki að sannfæra nemendur sína um að sitt fag sé langflottast eignast hann aldrei lítil vinnudýr til að stimpla inn hrágögn fyrir sig. Ég skora því á Jóhannes Gísla fyrir næsta tíma að finna sannfærandi rök fyrir því að stofnhljóðavíxlin Akranes – akurnesingur séu svalari en Bruce Willis (já, ég veit þú lest þetta).

Annars heldur vígbúnaðarkapphlaup bókmenntanna og málfræðinnar ávallt áfram. Sé kennarinn góður, sem oftast er, á ég til að ganga úr bókmenntakúrs í málfræðikúrs sannfærður um að þar liggi framtíðin, aðeins til að skipta um skoðun á fyrstu tíu mínútunum. Svo snýst dæmið við. Líklega er eina leiðin til að útkljá þetta að Mímisliðar kjósi tvo fulltrúa af hvoru slekti til að gera út um málið í karlmannlegri leðjuglímu. Tek við atkvæðum hér í athugasemdirnar.

Að því sögðu ætla ég í bakaríið, meðan ég reyni að afmá myndina sem þessar síðustu hugleiðingar framkölluðu í höfðinu á mér.