Gefins bækur – uppfært

Ég vil gefa eftirfarandi bækur, og jafnvel sitthvað fleira. Sumar þeirra eru merktar Borgarbókasafni en því má í flestum tilfellum bjarga. Pantanir í athugasemdum, afhending fer eftir samkomulagi. Yfirstrikaðar bækur eru fráteknar:

Advent Im Hochgebirge (Aðventa) – Gunnar Gunnarsson
Augu þín sáu mig – Sjón (merkt Borgarbókasafni) – Erla
Eyrbyggja saga (merkt Borgarbókasafni) – Óli Sindri
Ferðin til stjarnanna – Ingi Vítalín (Kristmann Guðmundsson, merkt Borgarbókasafni) – Emil
Hart á móti hörðu – Robert Ludlum
Heimsljós – Halldór Laxness (merkt Borgarbókasafni) – Himmi
Hella – Hallgrímur Helgason – Emil
Hrafnkels saga Freysgoða – Himmi
Íslenzkt orðtakasafn II – Halldór Halldórsson – Jón Örn
Lykillinn að Íslendingasögum – Heimir Pálsson (merkt Borgarbókasafni) – Davíð
Mefistofeles – Knut Hansen – Ásgeir H
Myrkur í maí – Helgi Jónsson (merkt Borgarbókasafni) – Kristín Svava
Nafnlausir vegir – Einar Már Guðmundsson (merkt Borgarbókasafni) – Ásgeir H
Óskaslóðin – Kristjón Kormákur Guðjónsson (merkt Borgarbókasafni)
Samsæri þagnarinnar – Peter Eton og James Leasor
Sóleyjar saga I-II – Elías Mar (merkt Borgarbókasafni) – Kári
Stafsetningarorðabók – Halldór Halldórsson (merkt Borgarbókasafni) – Jón Örn
Útkall rauður – Björgvin Richardsson (ennþá í plasti) – Jón Örn
Vesalingarnir – Victor Hugo – Einar Steinn
Ævinlega – Guðbergur Bergsson (merkt Borgarbókasafni) – Óli Sindri

30 thoughts on "Gefins bækur – uppfært"

 1. Avatar Ásgeir H skrifar:

  Ég panta Hamsun og svo minnir mig að mútta hafi eitthvað verið að leita að akkúrat þessari bók Einas Más.

 2. Avatar himmih skrifar:

  Ég panta Heimsljós og Hrafnkel.

 3. Frábært, ég tek þær frá.
  Ásgeir má vita að þetta er ekki Hamsun, heldur Hansen, en bókin er vænti ég nógu töff fyrir það.

 4. Avatar Erla skrifar:

  Ég myndi þiggja Augu þín sáu mig, ef hún er innbundin. Svo værum við hjónin alveg til í Arngrím við tækifæri.

 5. Innbundin er hún, eilítið jöskuð á límingunni þó. Plastið og merkingarnar má aftur rífa af með rykkápunni og enginn mun nokkru sinni vita að þetta var eitt sinn bókasafnsbók (nema þeir sjái stimpilinn innaní).
  Sjálfum mér á ég nóg af og fæ aldrei nóg af sjálfum mér, en líklega veitir ykkur ekki af smá mér til að varpa frekari birtu inn í líf ykkar, svo að segja. 1500 kjell og málið er dautt.

 6. Avatar Nína skrifar:

  Heyhó, bókaútsölurnar eru í fullum gangi, ég á eftir að missa mig þar og kaupa mér bók um kattahald eða eitthvað álíka nytsamlegt.
  Ég er ss. með ofnæmi fyrir köttum og mun aldrei geta átt svoleiðis.

 7. Hmm, það myndi gefa suicide by cat algjörlega nýja merkingu.

 8. Avatar Einar Steinn skrifar:

  Mér líst vel á Vesalingana.

 9. Avatar Óli Sindri skrifar:

  Mikið er þetta sætt af þér. Verst að bestu bitarnir virðast vera fráteknir. Ég skal samt losa þig við Gubba með glöðu geði og við eitthvað gott tækifæri. Jafnvel Eyrbyggja sögu líka. Ég splæsi bjór í staðinn. Hugsanlega Elephant.

 10. Avatar Kristín Svava skrifar:

  Ég mun með glöðu geði taka Helga Jónsson, Myrkur í maí. Gæti jafnvel boðið á móti Harry Potter eða Agöthu Christie, ert þú ekki svo mikill galdrafan?

 11. Avatar Emil skrifar:

  Ég væri til í Hellu og Ævinlega.

 12. Avatar Emil skrifar:

  Gæti gefið þér Penguin-útgáfu af Kantaraborgarsögum í staðinn. Og Foldu eftir Thor Vilhjálmsson, í kilju.

 13. Avatar Jón Örn skrifar:

  Það er búyð að taga alar góða beigur á lisdanumm.
  Ég þygg því bara stafsetningarbógina og alld annað sem er laust.
  (Það sorglega við þetta komment er að væntanlega hefði ég ekki einu sinni þurft að þykjast skrifa vitlaust… það hefði komið sjálfkrafa)

 14. Emil er aðeins of seinn í Guðberg, en Hellu fær hann.
  Aðrar pantanir eru færðar til bókar.

 15. Bjór ég þigg, en það væri bjarnargreiði að gefa mér Harry Potter og Agöthu Christie – þær færu á næsta gjafalista. Sé til með Kantaraborg og/eða Thor Vilhjálms.

 16. Avatar Davíð skrifar:

  Blessaður Arngr.
  Fæ ég að panta hjá þér Lykilinn að Íslendingasögum?

 17. Þó það nú væri minn kæri. Strikamerkið var klippt aftan af henni svo þú vitir, en það skemmir ekki bókina.

 18. Avatar Emil skrifar:

  Ég fæ þá að ræna frá þér Kristmanni í staðinn.

 19. Avatar Kristín Svava skrifar:

  Hvernig er það, af hverju stekkur enginn á Advent Im Hochgebirge?

 20. Ég hef verið að velta því fyrir mér sjálfur.

 21. Avatar Þórdís skrifar:

  Það er greinilega góð leið fyrir kommentasjúklinga að bjóðast til að gefa lesendum gamalt bókadrasl. Ég er alvarlega að spá í hvað ég get snapað mörg komment ef ég býð fólki ónotuðu kökuformin mín á blogginu!

 22. Miðað við bloggstatus, ef slíkt er á annað borð til, ættirðu að fá ríflega 87 komment. Reiknað miðað við google leit að link:kaninka.net/arngrimurv og link:thordis.blogspot.com. Kommentagildi ákvarðað til og með þínu kommenti, það er prósenta 22 kommenta af heildarfjölda tengla á síðuna mína, sama prósenta endurreiknuð fyrir þinn tenglafjölda.

 23. Avatar Jón Örn skrifar:

  Ég þigg þessar tvær bækur sem eru eftir.
  Sérstaklega þar sem önnur er enn í plasti!!!
  Vúhú!

 24. Bíddu nú hægur, þú vilt semsé fá Útkall rauður. Ókei, en þá eru fjórar bækur eftir.

 25. Avatar bokavörður skrifar:

  Hvernig væri að skila bara bókunum til síns heima sem eru merktar Borgarbókasafni?

 26. Þær hafa allar verið afskrifaðar, og hefði ég ekki hirt þær hefði þeim verið hent. Hélt það væri nokkuð augljóst að ég héldi ekki vinnunni ef ég stæli bókum af safninu og gæfi þær á netinu.

 27. Avatar Jón Örn skrifar:

  Eru það ekki bara eðlileg fríðindi að fá að stela bókum?

 28. Sælir. Má ég biðja um Óskaslóðina.
  Á maður eða ætti maður að kannast við þennan Ludlum? Þetta hljómar eins og nafn á útgáfu. Titillinn segir ekki mikið, hvað heitir hún á frummálinu?
  Verða verðlaun fyrir þann sem tekur síðustu o.þ.a.l. minnst eftirsóttustu bókina?

 29. Þú færð Óskaslóðina.
  Robert Ludlum samdi meðal annars bækurnar The Bourne Identity, -Supremacy, -Ultimatum, -Legacy og -Betrayal (þannig að Bournemyndirnar verða væntanlega tvær í viðbót). Hart á móti hörðu er The Bourne Supremacy.
  Verðlaunin fyrir minnst eftirsóttu bókina er minnst eftirsótta bókin, enda verðlaun í sjálfri sér.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *