Bikarinn

Einn sit ég yfir drykkju
aftaninn vetrarlangan,
ilmar af gullnu glasi
gamalla blóma angan.

Gleði, sem löngu er liðin,
lifnar í sálu minni,
sorg, sem var gleymd og grafin,
grætur í annað sinni.

Bak við mig bíður dauðinn,
ber hann í hendi styrkri
hyldjúpan næturhimin
helltan fullan af myrkri.

– Jóhann Sigurjónsson.

11 thoughts on "Bikarinn"

 1. Avatar Þórdís skrifar:

  Hei, hvað með hugræna atferlismeðferð?

 2. Nei, það er svo mikið kukl. Auk þess hef ég enga trú á að faglært fólk geti hjálpað fólki að sigrast á fíkn.

 3. Avatar Þórdís skrifar:

  Ókei, Gummi í Byrginu er víst með góðan pakka í gangi; beint samband við Guð og brundur með læknandi vessum.

 4. Betri er brundur í bala en hundur án hala, sem sagt er.

 5. Avatar Hjördís Alda skrifar:

  Þetta ljóð lærðum við að þylja í kór í íslenskutímum hjá Höllu Kjartans í MS.. good times… Þér hefði áreiðanlega fundist gaman þarna.

 6. Avatar Þórdís skrifar:

  Lætur HK menntaskólanema þylja ljóð?

 7. Avatar Elías Halldór skrifar:

  Syngja þau er málið.

 8. Avatar Einar Steinn skrifar:

  Ég var búinn að gleyma miðerindinu.
  Mundi hins vegar fyrsta og síðasta erindið utan næstsíðustu línu lokaeridisins.
  Held að það megi þó teljast nokkuð gott.
  Að sjálfsögðu þarf maður a kunna þetta utan að til að geta mælt af munni fram á skálaglammi.
  Í Ísaksskóla vorum við látin syngja Óhræsið eftir Davíð Stefánsson, sem endaði með því að gæðakonan góða sneri rjúpuna úr hálslið plokkaði, sauð og át.
  Við vorum líka látin syngja e-ð kvæði um ref hvurs fjölskylda hafði veri ðsvæld út og drepin af bónda nokkrum. Við sungum um það að refurinn vildi bíta bóndann á barkann.
  Loks má nefna að við sungum Alouette við íslenskan texta. Það var ekki fyrr en meira en áratug seinna að mér var opinberaður sá kaldranalegi veruleiki að lagið væri um það að plokka fugl, þar sem fuglinn er m.a.s. ávarpaður (nú plokka ég vængina þína, os.frv.). Ég hafði fram af því alltaf haldið að lagið væri um barn sem fékk skíðaföt frá pabba sínum.

 9. Avatar Ljóðamaður skrifar:

  Ég fékk hvolpavitið í grunnskóla (og wutang forever disk eitt og tvö) Ég varð skotinn í ljóðakennaranum mínum en samt lét hún mig ekki gera neitt. Ég grátbað hana. Plís ég segi engum. Nei ég myndi missa starfið mitt.
  Ég hljóp heim og tæmdi vínskápinn hennar mömmu. Las þetta ljóð aftur og aftur og grét. Ég hugleiddi að drepa mig en ákvað að fróa mér í staðinn.
  Fleiri æskuminningar?

 10. Avatar Hjördís Alda skrifar:

  Halla bæði söng og kvað, og lét okkur gera hið sama.

 11. Svo vill til að ég sit í dómnefnd með téðri Höllu. MS-ingar kváðu hafa fengið ljóðaáhuga um líkt leyti og þeir losnuðu við mig, og það eru haldnar keppnir þarna núna, ekki aðeins í ljóðlist heldur einnig í smásagnagerð. Enginn er spámaður og allt það …

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *