Blindi maðurinn

Kisan mín er svo veraldarvön að hún nær skottinu sínu í sérhvert sinn, en treinar sér leikinn og sleppir því jafnharðan aftur.

Sjálfur er ég ekki meiri heimsborgari en það að ég var nærri genginn í veg fyrir bíl þegar ég hélt ég væri á grænu. Það var í janúar.

Í gærkvöldi tók ég frárein uppi í Ártúnsholti á leið í Árbæ og uppgötvaði þá til furðu minnar að rampurinn var horfinn og að ég stefndi beinustu leið í Mosfellsbæ. Það var örskotsstundu áður en ég keyrði upp téðan ramp.

Það var þá sem mér varð ljóst að það þýddi ekki að bíða lengur með að fara í sjónmælingu.