Vegtyllan mikla

Í síðustu viku var ég spurður hvort ég, svo fróður um Þórberg Þórðarson, vildi ekki taka þátt í málstofu um hann. Stjórn Mímis kvaðst þegar hafa rætt við Bergljótu Kristjáns og allt væri í orden.

Á föstudagskvöld var mér sagt að fyrirlesturinn kæmi til með að birtast í ráðstefnuriti Bókmenntafræðistofnunar Háskóla Íslands. Ég var impóneraður.

Í fyrradag barst dagskráin í hús: Ég á að lesa ljóð.

Verður maður ekki bara að sætta sig við það sem maður þó fær?

6 thoughts on "Vegtyllan mikla"

 1. Silja skrifar:

  Neibb. Vertu brjálaður!

 2. baun skrifar:

  nú er bara að yrkja afar langt og fyrirlestrarlegt ljóð. þú rúllar því upp og skapar í leiðinni nýtt ljóðform „langfræðiprósa“

 3. Kári skrifar:

  Jú vertu feginn, þú getur þó þáð þetta boð. Þú þarft ekki að biðjast undan þessu af því að þú sért ekki á landinu, eins og ég. Þvílíkur bömmer.

 4. Já. Þetta er samt dáldið niðurlægjandi. Þau hefðu bara átt að biðja mig um að lesa ljóð ef það var það sem þau vildu. Svo spurðist ég fyrir og var sagt að ég hefði þurft að biðja sérstaklega um að halda fyrirlestur. Það er einhvern veginn of öfugsnúið til að meika sens.
  En ég er ekki að kvabba. Mér finnst fínt að fá að lesa ljóð þegar mínar eigin fánýtu athuganir á Þórbergi eru svo skammt komnar. Það er víst ekki venjan heldur að hleypa BA nemum í svona feitar dagskrár.

 5. Kári skrifar:

  held að þú hafir bara orðið fyrir barðinu á einhverjum klaufaskap. Ég var spurður beint út hvort ég vildi flytja ljóð.

 6. Já, ég fékk á hreint hvar misskilningurinn var sprottinn í gær.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.