Í þau skipti sem kjúklinganeysla mín berst í tal er fólk gjarnt á að spyrja mig hvað sé eiginlega að mér, að kjúklingur sé svona og svona og hann geti þess vegna bragðast eins og ávöxtur skilningstrésins ef maður vildi. Fólk gerir almennt ráð fyrir að ég þurfi að eiga mér málsbætur, eða að því komi yfirleitt við hvað ég set upp í mig.
Svo fellur talið niður, en í nokkrar vikur á eftir fæ ég að heyra af hinum og þessum kjúklingarétti sem ég myndi nú borða, því hann sé svo góður og svona en ekki hinsegin. Allir vita nefnilega betur en ég hvað mér mun finnast gott.
Segðu við grænmetisætu að hún myndi nú samt borða flísað hreindýr í villibráðarsósu með gratíneruðum kartöflum, það sé nú ekki beinlínis eins og að borða kjöthleif enda miklu betri matur. Ímyndum okkur að siðferðisþrekið hafi ekki verið sterkt til að byrja með, en henni þætti kjöt bara ekki sérlega aðlaðandi matur. Eða að henni þætti kjöt gott en siðferðiskennd hennar meinaði henni að rífa í sig aðrar skepnur. Eða það sem ótrúlegast væri: Ímyndum okkur að hún þyrfti ekki að afsaka sig. Hvernig væri það nú?
Jæja,þá er ég alveg hætt við að segja þér frá þessum líka gómsæta kjúklingarétti sem þú myndir örugglega borða….djóóóóóók!