Daily Archives: 17. maí, 2008

Skyndilegar vinsældir 3

Mér var boðið í tvö partí í kvöld. Á morgun er mér boðið í þrjú partí og eina óvissuferð. Smáskilaboðin hrynja eins og vestmanneyskar ær ofan í höfn síma míns (myndlíking í boði Vodafone). Hvar var allt þetta fólk í vetur?

Vandinn við leiðinlegt fólk 2

Hvort ætli sé meira óþolandi við leiðinlegt fólk sem kann að meta góða hluti, að maður hafi minni heimtingu á að finnast það leiðinlegt vegna smekks þeirra fyrir góðum hlutum, eða hvernig góðu hlutirnir virðast missa gildi sitt í kringum það smekks þeirra vegna?