4 thoughts on “Þessi síða er komin í sumarfrí”

 1. Þetta hefur alltaf virkað fyrir mig.
  Ah, ah – nú sofna eg,
  fyrst svona er dauðahljótt;
  svo hitti eg í draumi,
  drottninguna, í nótt.
  Svo gef eg henni svarta slæðu
  að sveipa um líkamann,
  svo enginn geti séð,
  að eg svívirti hann.
  Svo rjóða eg á brjóst hennar
  úr blóði mínu kross,
  og kyssi hana í Jesúnafni
  Júdasarkoss.
  Þá gef eg henni kórónu
  úr klaka á höfuð sér.
  Hún skal fá að dansa
  eins og drottningu ber.
  Svo gef eg henni helskó,
  hitaða á rist,
  og bind um hvíta hálsinn
  bleikan þyrnikvist.
  Svo dönsum við og dönsum
  og drekkum eitrað vín.
  … Eg verð konungur djöflanna,
  hún drottningin mín
  Davíð Stefánsson

 2. Sæll Arngrímur. Ég ætla bara að segja að þessi ferð hafi bara tekist vel. Mér fannst leðinlegt að þú komst ekki . Ég veit að það er voðalega mikið að gera hjá þér enn mig lágar samt að hitta þig meira vonandi skylur þú það. Alla reyndu að vera í sambandi við . Því ég get ekki hryngt í þig það er bara ókungir sem svara alltaf.Vonandi hefur þú skemmt þér vel í partýunum.

 3. Æ æ æ mér finnst Hótel Jörð leiðinlegt kvæði og lagið við það alveg skelfilegt. Mér verður eitthvað svo kalt í hjartanu þegar ég heyri það. Svona eins og það sé blautt í fæturnar að bíða eftir strætó í roki og rigningu!

 4. Lagið er öllu verra en ljóðið finnst mér, reyndar alveg gjörsamlega hræðileg smíð. En þar til nýlega var ég hrifinn af ljóðinu.
  Takk fyrir ljóðið Stefán Bogi. Hvernig er það, ætla engir fleiri að setja inn sín?

Skildu eftir svar við Auðun besti vinur þinn Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *