Öfuguggaljóðaglíma

Fyrir allri skemmtan er góð ástæða, helst aldarafmæli!

Í tilefni af aldarafmæli Ólympíuþátttöku Íslendinga blæs skátahreyfingin Nýhil til ljóðveislu á Næsta bar klukkan 20:30 miðvikudagskvöldið 18. júní. Kvöldið er haldið sérstaklega til heiðurs glímukappanum Guðmundi Sigurjónssyni Hofdal, þátttakanda á Ólympíuleikunum í London 1908 og eina Íslendingnum sem dæmdur hefur verið fyrir sódómíu. Ýmis ung og öfugsnúin skáld stíga á stokk og hylla lífsvilluna.

Þau eru: Kristín Eiríksdóttir, Ingólfur Gíslason, Kristín Svava Tómasdóttir, Jón Örn Loðmfjörð, Bergþóra Einarsdóttir, Gísli Hvanndal og Arngrímur Vídalín.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *