Daily Archives: 19. ágúst, 2008

Clapton 2

Eftir að hafa hlustað á best of hef ég komist að því að hann er alveg óhemjuleiðinlegur lagahöfundur og útsetjari, hvað sem hæfileikum hans líður. Lagið (I) Get Lost er fullkomið dæmi. Bara bætið við eurotrashtakti í huganum.

Samfélag í nærmynd 2

Hér gerast merkilegir hlutir á hverjum degi, a.m.k. hlutir sem teljast merkilegir innan þess afmarkaða veruleika sem bókasafnið og -bíllinn er. Fastagestirnir hérna eru betri en nokkurt sjónvarpsefni. Ef mér þætti ekki vænt um óstaðlaðan veruleika væri hér komin prýðileg hugmynd að þáttum handa Skjá einum. Ég fæ stundum á tilfinninguna að fólk trúi ekki […]