Fílabeinsturn fræðanna

„Sigurjón er harðduglegur hugsjónamaður, einn af stofnendum flokksins, með góðan skilning á vanda sjávarbyggðanna. Sigurjón hefur aflað sér þekkingar á líffræði án þess að loka sig inni í fílabeinsturni fræðanna, til þess er hann of alþýðlegur og fróðleiksfús.“ #

Þetta er svo skelfilega heimskulegt á svo marga vegu að ég veit ekki hvar ég á að byrja.

Í súld inni á safni

Ég er farinn að taka vaktir í Ársafni annað slagið og líkar orðið mjög vel að koma hingað, þótt ekki þyki mér rauðu járnhillurnar neitt til að hrópa húrra fyrir.

Foldasafn er á hinn bóginn afskaplega fallegt en ég kann ekki við mig þar. Allavega ekki ennþá.

Svo er verið að biðja mig um að vinna niðri í Aðalsafni um helgina. Það yrði sjötta útibúið mitt ef ég slægi til (sjá kort).

Þá væru bara Gerðuberg og Seljasafn eftir.

Í svona veðri er ágætt að geta setið inni á bókasafni, drukkið kaffi og lesið bókmenntateoríu milli þess sem maður hjálpar fólki. Svo er ég búinn að fá leiðbeinanda fyrir BA-verkefnið mitt og ég er þegar farinn að hlakka til að diskútera það af alvöru.