Hver ætlar að útskýra þetta fyrir mér?
Seðlabankinn beitir sérstakri heimild til að festa gengi krónunnar við 131 per evru, gerandi evru að óopinberum gjaldmiðli landsins. Þar sem svona hókus pókus virkar ekki á opnum markaði geri ég ráð fyrir að Seðlabankinn einfaldlega kaupi þennan gjaldeyri og selji okkur ódýrar en hann var keyptur. En hvað gerist svo í millitíðinni þegar ég staulast útí sparisjóð með kreppufélaganum Jóni Erni og fæ mínar skömmtuðu evrur á genginu 154 krónur stykkið, sem aftur lækkar niður í 139 krónur fimm mínútum síðar með þeim afleiðingum að 1500 krónur sem ég borgaði aukreitis eru horfnar? Hvernig heldur gengið áfram að rúlla eftir að það hefur verið fest? Er það vegna þess að gjaldeyrisskortur á Íslandi eykur verðgildi evrunnar því fleira fólk sem ákveður að taka kostaboði Seðlabankans? Af því að bankarnir eru því sem næst orðnir evrulausir?
Spyr sá sem ekki veit.
Svarið komið: http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/10/07/gengid_getur_verid_frabrugdid_a_milli_banka/
Þú ert svo neikvæður.
Fyrir hin vil ég segja þetta:
Ég drakk tvo fría macchiato sem voru ágætir þó þeir væru úr vél og svo át ég tvo eða þrjá fría súkkulaðimola.