Það sem ég er andvaka yfir núna er þetta:
Ég get með góðu móti komist af með 30 þúsund krónur fyrir mat og bensíni í þrjár vikur á Íslandi. Samsvarandi upphæð nemur 200 evrum. Það kemur til með að fleyta mér eitthvað áleiðis þá 10 daga sem ég verð í Finnlandi, en að lokum neyðist ég til að taka útúr hraðbanka. Við vitum öll hvað getur gerst þá. Eina sem enginn veit er hvað þær geta komið til með að kosta þegar að því kemur.
„Íslendingar sem eru staddir erlendis finna fyrir óvissu með gjaldmiðilinn. Íslensk kona í Þýskalandi reyndi að taka út 300 evrur fyrr í dag. Korti hennar var hafnað. Hún fékk þær upplýsingar í bankanum að vegna veikingar krónunnar gæti hún ekki tekið út svo háa fjárhæð. Annar Íslendingur sem staddur er í Ungverjalandi getur aðeins tekið út sem nemur 13.000 krónum. Á Strikinu í Kaupmannahöfn kostar bjórinn 1250 krónur.“ [tengil vantar – ég finn ekki fréttina lengur]
En það sem ég er andvaka yfir núna er þetta:
Hversu langt verður uns krónurnar duga mér eins skammt hér heima og þær gera í Finnlandi? Hvað sýsla þeir nú, hinir háu herrar? Af hverju þarf ég að hafa áhyggjur af peningum sem aldrei voru til?
Annað mér hugleikið: Má skapa kerfi sem er svo einfalt og gegnsætt að lausnin blasir við um leið og vandamál verða til?
vinur minn var að koma frá Kaupmannahöfn og bjórinn kostaði 1445 krónur á Strikinu. vínglas enn meira.
hver hrærði svona í heiminum?
Mér finnst þér líka ömurlegt að það skyldi ekki hægt að fá pening í bákanum svo er búið að breyta Iðnó í einhvergja miðstöð. Enn sjáumast