Kaupþing rúllaði í nótt, ef búið var að ganga frá sameiningunni valt Spron vænti ég líka. Er minn banki þá einn eftir? Ég hef hvergi séð neinn velta vöngum um stöðu Byrs í öllu þessu – sem var reyndar rekinn af sveitarfélögum síðast ég vissi. Á sama tíma halda Bretar dauðahaldi í innistæður IceSave með hryðjuverkalögum. Kaldhæðið að fyrir rúmri viku „óraði engan fyrir þessu“.
Nei, ég held það verði bara gott að komast úr þessu eitt andartak, sama hvað það kann að kosta mig í biskupum og brókarsýktum dætrum þeirra. Ég er búinn að fá nóg í bili.
Æi má ég ekki troða mér með í ferðatöskuna þína? Er komin með ógeð á þessu skeri…