Ef þið hugsið um raunveruleg gæði, landgæði og framleiðslutæki, andspænis ímynduðum tölum á tölvuskjá sem standa fyrir peninga – sem eru ekki höfuðstóll neins nema sjálfra sín – þá er engin kreppa á Íslandi. Hér er allt óbreytt, því allt er enn á sínum stað. Vegið og metið aðstæður hverrar þjóðar fyrir sig, hvar standa þær? Spáið svo í hvort þetta sé ekki bara geðveiki, trú á einhvern pappírsseðil sem engu máli skiptir. Þetta er bara pappír þartil þú fjárfestir hann, og þegar trú fólks á pappírinn dvínar, hvar erum við þá? Akkúrat hérna. Og hvað, er Ísland þá á vonarvöl útaf ímynduðum tölum? Eða búum við þó ennþá að því að öll raunveruleg framleiðsla, öll raunveruleg eignamyndun, öll raunveruleg gæði, eru ennþá staðsett hérlendis, meðan óprenthæfar tölur hrapa í ritvinnsluforritum og töflureiknum spikfeitra smjörsleiktra bankamanna úti í heimi?
Nei, í alvörunni. Peningar eru ímyndun, þeir eru kjaftæði, þeir standa ekki fyrir ein einustu verðmæti í sjálfum sér. Þeir hafa ekki verið raunverulegur gjaldmiðill síðan þeir hættu að standa í sambandi við veruleikann, við upprunalega höfuðstólinn sem átti að tryggja innistæðu fyrir þeim. Peningar eru pappír sem ekki einu sinni er hægt að fjárfesta lengur. Ef allt ætti að vera eðlilegt tæki lífið við aftur. En horfið á trúðana reyna að bjarga því eina sem þeir trúa og treysta á: peningum. Þegar afkoma fólks byggist á hagtölum án þess að raunverulegur skortur sé á nokkru öðru en tölum á pappír, væntingum, vonum og vísitölum, þá er eitthvað mikið að gildismatinu.
Já en…við skuldum samt fullt af þessum peningum og við getum ekki greitt nema vinna fyrir þeim. Við sköpuðum ekki næg verðmæti til þess að skipta á verðmætunum sem við fengum (húsin og flatskjáirnir). Þannig að við erum fokkd.
Nánast eins og að ásaka þjóð um svartamarkaðsbrask örfárra tölvunörda í Eve Online.
En já. Stundum þarf maður bara að vera fokkd. Kapítalisminn gerir allavega ráð fyrir því að maður sé fokkd annað slagið.
„Kapítalisminn gerir allavega ráð fyrir því að maður sé fokkd annað slagið.“
Nákvæmlega. Það virðist vera lögmálið, alla vega að almenningur verði fokkd, en „hæfustu“ kapítalistarnir græði. Er það ekki? Ef lögmálunum er stillt þannig upp að þeir hæfustu vinna, þá hljóta allir hinir að tapa. Fyrir hvern er þá kapítalisminn? Er hann þá ekki eingöngu fyrir þá ríkustu?
Í „fallegu teóríunni“ á það að heita svo að allir hafi jafna möguleika á að verða meðal hinna ríkustu, að vissum þröngum forsendum gefnum – fyrir utan að allir geta ekki verið ríkastir einsog auga gefur leið – því allir menn eru jú ríkir en sumir eru bara ríkari en aðrir, og eiga því skilið að hafa það betur en hinir. En í mínum huga heitir það félagslegur – ef ekki efnahagslegur – darwínismi.
Einmitt, en það hlýtur að enda í því að það verður bara einn ríkur og allir hinir fátækir. Ef reglurnar eru svipaðar og í Risk, þar sem allir eru í samkeppni við alla þá gerast alltaf nokkrir hlutir: Einhverjir fara í stríð um einhver svæði og báðir tapa á því. Þá kemur einhver sem á næga hermenn og tækur öll svæðin yfir fyrir slikk. Á endanum þá eyðir hann allri samkeppni og nær heimsyfirráðum.
Hér á Íslandi voru bankarnir í samkeppni erlendis og þeir klúðruðu því. Þá mæta einhverjir hrægammar(t.d. þessi Green) og hirða afganginn fyrir slikk. Þannig gengur þetta koll af kolli þar til einhver, eða einhverjir örfáir eignast allt.
Ég get ekki skilið að kapítalisminn eigi að ganga einhvern veginn öðru vísi fyrir sig. Er ég að gleyma einhverju?
Nei, ekki í þessu samhengi, svo ætli þetta súmmeri það ekki bara nokkuð vel upp.
Eitt annað sem gengur gegn hinni viðteknu fagurfræði er að eftir því sem eignarhald þrengist og keðjurnar stækka virðist framboð, magn og gæði alltaf rýrna. Ef einhver eignaðist allt á endanum þyrfti hann ekki að sjá hag sinn í að veita góða þjónustu eða selja vandaða vöru, af því hann á allt hvort eð er.
Fyndna er að eignarhald þarf aldrei einu sinni að ná svona langt. Sjáðu bara Bónusvideo, stærstu videokeðja Íslands, sem hefur dýrasta búnaðinn, versta úrvalið og hæsta verðið. Bestu viðskiptin eru oftast gegnum smærri fyrirtæki í einkaeigu, eða hið opinbera, einfaldlega af því annars vegar að smærri fyrirtæki verða að geta boðið upp á sambærilega eða betri vöru gegn sanngjörnu verði til að komast af, og hins vegar að hið opinbera getur rekið metnaðarfulla starfsemi fyrir tiltölulega lítið fé. Borgarbókasafn Reykjavíkur er eitt slíkra afreka, þar sem meðalútsvarsgreiðandi greiðir varla heilan þúsundkall á ári til að halda því úti. Hvað klípur Visa mikið í árgjald af hverju korti og fyrir hve góða þjónustu?