Frá: Einar Ólafsson
Fyrirsögn: Staðan í efnahagsmálum
Kjarasamningur St.Rv. við Reykjavíkurborg rann út um síðustu mánaðamót.
Samningaviðræður hófust 30. september. Um miðjan október óskaði samninganefnd Reykjavíkurborgar eftir hléi á viðræðum vegna óvissu í fjármálum borgarinnar, en Reykjavíkurborg hefur m.a. fundað með öðrum sveitarfélögum um fjárhagsstöðuna og útlitið í efnahags- og atvinnumálum.
Síðan hafa viðræður að mestu legið niðri en samninganefnd félagsins er orðin óþolinmóð og hefur áhyggjur af því ef samningar dragast mikið lengur, enda fjárhagstaða starfsmanna líka í mikilli óvissu. Á morgun, fimmtudag, og föstudag munu sveitarfélögin halda ráðstefnu um fjármál og vonandi komast samningaviðræður aftur á fullt skrið að henni lokinni. Félagið er seinþreytt til vandræða, en leggur mikla áherslu á að samningar náist fyrir næstu mánaðamót.