Ef fólk vill kvarta undan mér þykir mér betra að það sé gert við mig. Ég vil ekki frétta það annarsstaðar. Ég er hreinskiptinn og seinþreyttur til leiðinda. Mér finnst gagnrýni aldrei sár nema hún komi aftan frá.
Ótengt en svipað: Ef fólk hefur eitthvað að segja mér má það bara gjöra svo vel að segja mér það. Feisbúkkleikir eru ekki valkostur við samskipti og ef tjáningarþörf lætur á sér kræla eru orð sem endranær til alls fyrst.
Og þriðja: Ef fólk hefur ekkert við mig að segja þá er betra að segja ekkert.
Allt þetta á einum degi. Hvað heldur fólk eiginlega, að ég skalli það í andlitið ef það kemur hreint fram? Ég er farinn að halda að ég sé einhvers konar viðrini. Í alvörunni, bara segið það eða sleppið því. Ég bít ekki.
Er þetta út af Rítalíninu? Ég er miður mín. Fyrirgefðu.
Nei, er þetta í alvörunni ennþá til? Nú kættirðu mig, takk!
Arngrímur þú verður bara að blása á kjaftasögurnar eins og Jónsi í Svörtum fötum. En þú ert náttúrulega opinber persóna og því eðlilega milli tannanna á fólki. Þú ert alltaf í hverjir voru hvar og svona…
Hvenær kemur þú á msn? Ég er samála þessari maður á ekki að hugsa svona þú ert fínn strákur og góður ekki vera svartsýnn
Takk fyrir það Auðun minn …