Skrifstofa óskast

Ég veit þetta er líklega ekki til neins en það sakar ekki að reyna:

Skrifstofa óskast, að lágmarksstærð 10m2. Ég hef ekki ráð á að borga meira en 15 þúsund krónur á mánuði. Sólarhringsaðgangur er krafa. Skiptir litlu hvar húsnæðið er, en æskilegt að það sé í miðborginni. Þarf ekki að reykja innandyra en leyfi til slíks spillti ekki fyrir.

Hef beðið eftir skrifstofu hjá ReykjavíkurAkademíunni í tvö ár núna og nenni einfaldlega ekki að bíða lengur.

Hrúgist svo inn tilboðin.

4 thoughts on “Skrifstofa óskast”


  1. Ertu í alvöru búinn að bíða svona lengi eftir plássi í RA?
    Ég skal athuga og hafa samband við þig. Reyndar gæti verið erfitt að finna eitthvað mjög ódýrt.

  2. Sæl Hilma, það myndi ég þiggja með þökkum.
    Reyndar eru aðstæður mínar þeim skilyrðum háðar að ég þyrfti skrifstofu uppi í risi, utan hins almenna svæðis akademíunnar …
    Ég man þetta kostaði einhvern 17 þúsund kall þegar ég sótti um, gæti vel verið að það hafi hækkað eitthvað en það þyrfti svosum ekki að vera of mikil fyrirstaða ef skrifstofa stæði á lausu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *