Það lítur út fyrir að auglýsingin mín hafi virkað, þökk sé góðu fólki. Aldrei að segja aldrei. Ég kannski auglýsi eftir lítið notuðum, ódýrum saunaklefa næst – sem hengja má utan á húsið mitt með aðgengi úr svefnherberginu mér að kostnaðarlausu. Og koma svo …
Í öðrum fréttum eru prófin búin, við tekur vinna út desember með óvæntum glaðningi í formi nýrra kjarasamninga, sem reyndar aðeins rétt dekka hallann sem er farinn að myndast á heimilisbókhaldinu. Ef þeir dekka hann yfirleitt.
Vinna á eftir, svo jólaglögg. Húrra!
Ég á því miður ekki saunaklefa handa þér,en nennirðu að hringja í mig/smsa næst þegar þú ert að vinna? Þarf aðeins að nýta mér samband mitt við bókavarðarfolann sem þú ert..