Og þvílík ferð sem það var. Með allar fréttirnar sem bárust gegnum síma og danska sjónvarpið allan tímann. Og þvílík heimkoma! Ég á varla til orð til að lýsa ánægju minni með að loksins ætli sér einhver að gera eitthvað. Þá er að vona að boðað verði til kosninga fremur fyrr en seinna.
Categories: Ferðalög,Fjölmiðlar,Pólitík
- Published:
- 28. janúar, 2009 – 14:15
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Mér sýnist að peningar verði engin fyrirstaða fyrir aðstöðu í Suðursveit hvenær sem sá gállinn er á mér. Þá neyðist ég samt til að troða vetrardekkjunum undir bílinn og láta laga þetta smáræði sem laga þarf. Sumarnámskeiðið í Árósum er matshæft, sem þýðir að ég borga engin skólagjöld komist ég að. Og það að ég […]
Categories: Háskólablogg,Námið
- Published:
- 19. janúar, 2009 – 22:00
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Mun sækja um sumarnámskeið um kristni og heiðni í norrænum miðaldabókmenntum í háskólanum við Árósa eftir helgi. Nordplusstyrk ef ég kemst að. Ég hafði aldrei færi á að fíflast í útlöndum einsog flest ykkar hinna eftir stúdentspróf. Svo það er sárabót ef ég fæ að vera voða alvarlegur í útlöndum í smátíma. Fer að demba […]
Categories: Ferðalög,Háskólablogg,Námið,Úr daglega lífinu
- Published:
- 18. janúar, 2009 – 18:24
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Til er hryllilega súr brandari um Descartes. Þannig var nefnilega mál með vexti að Descartes fór alltaf á sama kaffihús á hverjum degi, í fleiri fleiri ár, og pantaði sér súpu. Nema dag einn kemur Descartes inn og þjónninn spyr hann hvort ekki megi bjóða honum súpuna eins og venjulega. Descartes svarar: Nei … ég […]
Categories: Úr daglega lífinu
- Published:
- 15. janúar, 2009 – 18:23
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Mig vantar að kaupa – eða þiggja gefins – nokkrar bækur eftir Sjón, helst harðspjalda með rykkápu. Kiljur koma einnig til greina en síður (kiljur eru fyrir skóla, harðspjalda til eignar og endingar). Augu þín sáu mig Með titrandi tár – glæpasaga Stálnótt Áhugasamir svari þræðinum.
Categories: Bækur / Bókmenntir
- Published:
- 14. janúar, 2009 – 20:28
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Þrátt fyrir meðfædda bölsýni, sem fær mig til að trúa ótrúlegustu hlutum, virðist mér ekki hafa tekist að láta reka mig úr háskólanum. Ég byrja því að sanka í BA ritgerð eftir helgi – og tileinka mér hin eilífu vísindi orðmyndunar- og beygingarfræða. Held að Jóhannes Gísli eigi eftir að sakna mín næsta vetur. Hinsvegar […]
Categories: Bækur / Bókmenntir,Háskólablogg,Úr daglega lífinu
- Published:
- 8. janúar, 2009 – 17:38
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Þá er ég kominn út úr skápnum með nýjustu bókina mína. Við Jón Örn Loðmfjörð skrifuðum hana saman, upplýsingar um hana má finna hér, smellið á kápuna. Þess má geta að hún kostar aðeins 490 krónur í næstu bókabúð – nánar tiltekið á Laugavegi, í Austurstræti og í Iðu. Þess má einnig geta að fjölmiðlar […]
Categories: Bækur / Bókmenntir
- Published:
- 7. janúar, 2009 – 21:29
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Og nú þegar víkingarnir liggja í valnum og ekki dugir neitt minna en hrækja á hræin er þegar búið að finna arftaka þeirra sem verðugir eru sæmdarheitisins „víkingar“. Jú, það eru rithöfundar. Og hvaða rithöfundar? Arnaldur Indriðason, Ævar Örn Jósepsson, Yrsa Sigurðardóttir og Árni Þórarinsson. Semsé rjómi stéttarinnar. Vantar bara Birgittu Halldórs. Jú, og svo […]
Categories: Bækur / Bókmenntir,Fjölmiðlar
- Published:
- 4. janúar, 2009 – 20:33
- Author:
- By Arngrímur Vídalín