Síðasta ljóðabók Sjóns

Þá er ég kominn út úr skápnum með nýjustu bókina mína. Við Jón Örn Loðmfjörð skrifuðum hana saman, upplýsingar um hana má finna hér, smellið á kápuna.

Þess má geta að hún kostar aðeins 490 krónur í næstu bókabúð – nánar tiltekið á Laugavegi, í Austurstræti og í Iðu.

Þess má einnig geta að fjölmiðlar hafa hingað til hunsað hana algjörlega. Ekki múkk.

Viðbót: Ég get þá kannski heimtað af Hauki Ingvarssyni ef hann lítur hingað inn, að fjallað verði um bókina í TMM. Hvað segir Haukur við því?

Viðbót II:Nú, eða Guðmundur Andri. Já og þið öll bara.

8 thoughts on “Síðasta ljóðabók Sjóns”

  1. Er það? Einhversstaðar heyrði ég að Haukur Ingvarsson væri orðinn ritstjóri. En Guðmundur Andri er ekkert of góður til að svara kallinu heldur, lesi hann þessi harmakvein mín.

  2. Til hamingju með bókina. Að mínu bókmenntaviti ert þú lífæð íslensks aldamótakveðskaps, sneiðir framhjá skammsýni framúrstefnunnar og upphefur íslenska bændasamfélagið. Það er rökrétt að lesa skáldskap „Der Vídalíns“ þegar upplausn ríkir og þjóðin finnur enga fótfestu. Er séns að fá eintak sent til Vínar?

Skildu eftir svar við Þórdís Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *