Aldrei að segja aldrei að segja …

Þrátt fyrir meðfædda bölsýni, sem fær mig til að trúa ótrúlegustu hlutum, virðist mér ekki hafa tekist að láta reka mig úr háskólanum. Ég byrja því að sanka í BA ritgerð eftir helgi – og tileinka mér hin eilífu vísindi orðmyndunar- og beygingarfræða. Held að Jóhannes Gísli eigi eftir að sakna mín næsta vetur.

Hinsvegar trúði ég því staðfastlega að litla aldamótadísan mín kæmist gegnum skoðun í dag. Aldrei að segja aldrei að segja aldrei. Núna hef ég mánuð til að láta laga hana.

Annars hef ég ákveðið að hætta að angra sjálfan mig, og lesendur þessarar síðu gleymum þeim ekki, með hversdagshamförum þess sem ritar. Ég vil frekar fjalla um hugmyndir í sem víðustum skilningi, það er eitthvað sem stendur – allavega að mestu leyti – utan við sjálfan mig.

Þess vegna langar mig að benda á að Hermann Stefánsson hefur líka skrifað um útrásarhöfundana. Mína grein má aftur finna hér fyrir neðan.