Aldahvörf

Í dag eru hálfgerð aldahvörf, og af því tilefni lét ég til leiðast að fara í einhverra þriggja tíma göngutúr um Mosfellssveitina í vetrarríkinu – upphaflega planið kallaði reyndar á lengri gönguleið en það voru dragbítar með í för. Kom svo í tæka tíð í hlaðborð kræsinga til að fylgjast með stjórnarkynningu. Svo var útsending rofin í miðri framsögu til að sýna einhvern fokkíng handboltaleik.

Ekki nóg með það, heldur var yfirskrift Fréttastofu Sjónvarps við fréttina um stjórnarskiptin: „Frakkar eru heimsmeistarar í handbolta“. Var Páll Magnússon nokkuð í Sjálfstæðisflokknum?

Í öllu falli er ég hæstánægður.

Meðferðis í gönguna hafði ég nóg af sígarettum og bjór í bakpoka, kannski ekki síst til að hneyksla, en aðallega þó vegna þess að mig langaði í hvorttveggja. Get ekki sagt að það hafi haft neikvæð áhrif á frammistöðu nema síður sé og því hef ég heitið að drekka meira í næstu göngu.

Lokatakmarkið er Fimmvörðuháls í sumar. En ég læt nú vera að drekka þá.

One thought on “Aldahvörf”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *