Almáttugs andskotans helvíti!

Rétt í þessu greip ég niður í 50 blaðsíðna ritgerð sem ég hef verið að lesa mér til heimildar, og lauk því litla sem eftir var. Það er langlengsta heimildin sem ég þarf að styðjast við að undanskildum bókum. Fer svo að fletta upp í glósunum.

Ég hef ekki hripað eina einustu hjá mér, nema þá eitthvert samhengislaust þrugl sem ég kann engin skil á lengur. Mikið andskotans helvíti er það mikið djöfulsins bögg.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *