Í gær sat ég á kaffihúsi og fylgdist með stórbruna í Síðumúla. Og ég sem ætlaði Fellsmúlann. Á leiðinni heim keyrði ég framá krambúleraðan jeppa sem leit helst út fyrir að hafa verið tekinn sundur með sprengjuvörpu. Síðdegis í dag var svo búið að strá löggum eftir endilangri Reykjanesbrautinni. Og ég með endurskoðunarmiða.
Að gefnu tilefni vil ég því beina því til íbúa á Höfuðborgarsvæðinu að valda ekki frekari skemmdum þar sem ég á leið um. Hættið að kveikja í tjörupappa, flýja lögguna og klessa skrímslin ykkar á brúarstólpum. Það truflar daginn minn.
Umsvif mín markast af Reykjavík og nærsvæðum hennar. Vinsamlegast virðið takmörkin.
Haha, já engin takmörk fyrir tillitsleysi landans.