Afmælisbarn dagsins

Er Þórbergur Þórðarson. Einhversstaðar í akhasaþokunni er hann 121 árs í jarðárum. Fagni því allir góðir menn.

5 thoughts on "Afmælisbarn dagsins"

 1. baun skrifar:

  til hamingju meðann.

 2. Til hamingju sjálf! Þórbergur er opinberlega þjóðareign (þ.e. Háskólans). Á svona stundum er gott að byrja á höfundarverkinu aftur. Og þegar því er lokið, til hvers ekki að lesa það aftur?

 3. Dulspeki skrifar:

  Isss.. Hulstrið hans er löngu dautt, hulstrið sem við köllum Þórberg – en sálin hans, sem er kölluð eitthvað allt annað, er eld eld eld gömul.
  Í alvöru!

 4. Einar Steinn skrifar:

  Nú hef ég lesið Íslenskan aðal og Ofvitann. Hvað finnst þér að ég ætti að lesa næst eftir hann (getur verið nokkuð í að ég geti gefið mér tíma í það samt)?

 5. Arngrímur skrifar:

  Bréf til Láru skaltu lesa næst. Svo eru nokkuð merkilegar sýnisbækur úr dagbókum og bréfum til, Ljóri sálar minnar og Mitt rómantíska æði.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *