Monthly Archives: júlí 2009

„Flótti skollinn á í heilbrigðisstétt“ 1

Sumir eru svo dæmalaust vitlausir að þeir ná aldrei að verða spunameistarar. Samkvæmt sömu lógík hlýtur námsleyfi Gísla Marteins í Skotlandi að vera til marks um flótta úr Sjálfstæðisflokknum, eða hvað?

Enn af Árósum – og umferðarmenningu 2

Eitt það fyrsta sem fór að ergja mig þegar ég kom heim í síðustu viku er umferðarmenningin á höfuðborgarsvæðinu. Ég hef lengi haft þann draum að komið yrði á laggirnar léttlestakerfi eða metró á stór-Reykjavíkursvæðinu með miðstöð við Kringluna. Stoppin yrðu fá: Hamraborg, Garðatorg, Fjörður. Við Fjörð væri hægt að skipta yfir í lestina til […]

Århus V 0

Þá er ég kominn heim frá Árósum. Get ekki sagt að ég sé því neitt sérstaklega feginn, glaður hefði ég lengt í miðanum mínum og verið framyfir helgi. Eða bara sleppt því að koma aftur. En það skipti mig meira máli að mæta í jarðarför en að liggja í leti við Árósaá og drekka bjór. […]

Århus IV 6

Ég stóðst prófið. Ég fékk af algerri rælni sömu spurningu og ég fékk fyrir tveim árum í goðafræði Snorra-Eddu í HÍ, semsé, um heimildargildi Snorra-Eddu, Eddukvæða og annarra sambærilegra texta, svosem Gesta Danorum, Ynglinga sögu, Völsunga sögu o.s.frv. Eftir prófið spurði kennarinn hvort ég væri ekki örugglega búinn að fá allar upplýsingar viðvíkjandi námsdvöl við […]

Århus III 0

Ef Kaupmannahöfn má að einhverju leyti líkja við Reykjavík þá eru Árósar svona dálítil Akureyri (ég viðurkenni að þessi samanburður er fullkomnlega ósanngjarn, en það verður að hafa það). Hér liggur háskólinn uppá hæðinni og í stað aflíðandi andapollsins er feiknarstór garður milli háskóla og miðbæjar með stöðuvatni, trjám og lautartúrandi stúdentum. Að vísu lýkur […]

Århus II 0

Ég hef sent inn óformlega fyrirspurn um hvernig meistaranámi í norrænum fræðum er háttað hér úti. Ég finn hvernig fargi er af mér létt og hef ekki nokkra löngun til að koma heim aftur. Neyðist þó að vísu til að klára háskólann heima fyrst. Það er allt í bili.

Århus 4

Skrifað í Leifsstöð kl. fimm að morgni þess fimmtánda: Leifsstöð, eini staður á Íslandi þarsem enginn er alkóhólisti. Hér drekka allir klukkan fimm á morgnana án þess að nokkur þyki þeir verri. En utan Leifsstöðvar eru allir alkóhólistar, jafnvel þeir sem aldrei hafa drukkið. Ég veit ekki hvort það er svefnleysið mín megin eða andleysið […]