Ég hef komist að því að það er taktískt glappaskot að kaupa morgunkorn til þess eins að tryggja að mjólkin renni ekki út í ísskápnum, og að 93 krónur á mjólkurlítrann sé ásættanlegur fórnarkostnaður andspænis sexhundruðkróna kókópöffspakka sem er hæpið að ég nái að klára fyrir síðasta neysludag og leggst auk þess einsog mara á innvols mitt.
Það er til lítils að borða ef maður þarf að leggjast útaf emjandi á eftir. Kókópöffs er viðbjóður.
Enda búið til úr yddi.
Kókópöffs er smekkfullt af vítamínum. Þau hljóta að vera þung í maga.