Daily Archives: 4. júní, 2010

Kúkulúkur og Gardaland 3

Á Ítalíu 1989 voru í sjónvarpinu skemmtiþættir sem ég gæti ekki munað hvað hétu til að leysa höfuð mitt. Þáttastjórnandinn var klæddur í safarígalla og eitthvert hundskvikindi af sokkabrúðu stýrði þáttunum með honum. Stundum var kona í stað mannsins, klædd sama safarígalla, og stundum voru þau tvö saman, en okkur fannst konan ekkert skemmtileg. Við […]

Heimurinn þá og nú 3

Ég man eftir að mér hafi verið sagt frá því þegar ég var barn að öðruhvorumegin við 1980 hafi margmenni þust að Heklurótum til að verða vitni að eldgosi. Ég sá fyrir mér ungt háskólafólk í drapplitum lopapeysum og joggínggöllum lulla þetta á ryðbrúnu ópelunum sínum og fíötum til að vera innanum fimmtuga bartaða fréttamenn […]

LÍN og séreignasjóðirnir 0

Í gildi eru lög félagsmálaráðherra sem gilda að ég held fram í apríl á næsta ári, sem kveða á um að þeir sem eiga sparnað í séreignasjóðum geti tekið hann út gegn því að þeir greiði af honum fullan tekjuskatt í stað fjármagnstekjuskatts. Þetta eru kaup kaups og með þessu móti er bæði ætlunin að […]