Ný bók eftir Þórberg komin út

Það hlýtur að teljast til nokkurra útgáfutíðinda að út komi ný bók eftir Þórberg Þórðarsson! Áskrifendur í Klassíska kiljuklúbbnum munu fyrstir manna berja augum rit sem fengið hefur titilinn Meistarar og lærisveinar en bókin sú er byggð á „stóra handritinu“ hans Þórbergs sem er að líkindum uppkast að þriðja bindi skáldævisögu hans. Verkið er skrifað seint á fjórða áratugnum í kjölfar Íslenzks aðals og Ofvitans en þar tekur Þórbergur upp þráðinn þar sem Ofvitanum sleppir og segir frá sjálfum sér allt fram til ársins 1925.

Bókinni verður dreift til áskrifenda á allra næstu dögum en er væntanleg í bókaverslanir í byrjun ágúst.

Arngrímur Vídalín bjó handritið til prentunar en Soffía Auður Birgisdóttir ritar formála.

One thought on "Ný bók eftir Þórberg komin út"

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *