Heimilislegt

Dýrðardagur! Á tveim dögum hef ég eignast kaffivél, bolla, ruslafötu, þvottasnúru, kerti og bókasafnsskírteini. Mér finnst ég nánast ríkur orðinn. Þá lét ég í einhverju góðmennskukasti ginnast til að kaupa rós af sígaunakonu sem fær nú að drekka úr vatnsfylltri bjórflösku, rósin það er, ekki sígaunakonan.

Gamli skipulags- og Ikeapervertinn í mér er víst kominn á kreik. Það er loksins að komast sýstem á þetta hjá mér og það kann ég vel að meta. Enda þótt ég eigi enn eftir að heimsækja Ikea. Þá verður fjandinn sjálfsagt laus.

2 thoughts on “Heimilislegt”

  1. Mér var einmitt gefið það ráð einhvern tíma að kerti og planta/blóm væru það allra allra nauðsynlegasta þegar maður væri að koma sér fyrir (svona fyrir utan mat og svoleiðis). Sýnist þú hafa forgangsröðina vel á hreinu!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *