Orðræðu- og innihaldsgreining myndasagna

Ég hef ákveðið að orðræðu- og innihaldsgreina nokkrar vinsælar myndasögur nákvæmlega. Hér eru niðurstöðurnar hingað til. Þær eru hafnar yfir vísindalegan vafa: nákvæmlega svona eru allar sögur hvers myndasöguflokks (92% vikmörk). Smellið á myndirnar til að stækka.

Grettir: Jón á kött sem borðar, sérstaklega það sem hann á ekki að borða.

Ívar grimmi / Hrólfur hræðilegi: Víkingur vill drekka og herja, en hann á konu sem vill að hann sinni húsverkum.

Pondus: Ógeðslegir gaurar að gera ógeðslega hluti meðan þeir horfa á fótbolta og drekka bjór.

Gelgjan / Zits: Unglingar eru leiðinlegar gelgjur.

Ljóska: Dagur er latur og Ljóska er ekki hrifin af því.

5 thoughts on “Orðræðu- og innihaldsgreining myndasagna”

  1. Hef ekki lesið hann í einhver ár, svo þetta er eftir minni. Er ekki talsverð karlremba í honum líka? Það vantar þá eiginlega að gaurinn í fyrsta rammanum æpi að konur séu ömurlegar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *