Skemmtileg tenging

Kannski vantaði hann bara knús
Ég prófaði í dag að nota Google Scholar, í fyrsta sinn síðan hann var glænýr. Nú vildi ég að ég hefði verið duglegri að nota hann. Þar fann ég ýmislegt utan míns fræðasviðs sem ég þó get stuðst við í skrímslarannsóknum. Til dæmis þessa grein sem birtist í Journal of Experimental Psychology, en í upphafi hennar segir:

Belief in the existence of supernatural beings is a cultural universal. Every culture observed by anthropologists or unearthed by archeologists has endorsed beliefs and practices predicated on the existence of human-like beings with non-human properties, such as beings who change shape, beings who read minds, or beings who control the weather. Belief in the existence of supernatural beings is widespread not only across cultures but within cultures as well (bls. 1123).

Samt neita margir fræðimenn að horfast í augu við þetta. Merkilegt.

Önnur grein sem ég fann og ætla að lesa fljótlega er The plural of ‘anecdote’ can be ‘data’: statistical analysis of viewing distances in reports of unidentified large marine animals 1758-2000. Greinarhöfundur telur að lýsingar fólks á sæskrímslum séu nægilega nákvæmar og komi allar heim og saman á þann veg að ætla megi að mörg þeirra hafi verið til í raun og veru, og séu það jafnvel enn, þau liggi bara ófundin í mestu djúpunum.

Ég skal ekkert um það segja, en mér finnst þetta áhugavert. Það er óvænt tengingin á milli greinanna tveggja sömuleiðis.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *