Ég hef löngum furðað mig á Andy Garcia. Hann hefur tvo svipi og tvær hárgreiðslur, og fylgir önnur greiðslan alltaf sama svipnum.
Hér má sjá Garcia í essinu sínu. Svalur, smurður, greiddur, alveg meðetta.
Síðan verður hann leiður. Þá breytist svipurinn ögn og látið er eins og sorgin hafi ruglað í hárinu á honum, þó það sé alveg ljóst að það er mun meiri fyrirhöfn fyrir förðunarteymið að móta sérhönnuðu sorgargreiðsluna en hina.
Fyrir þessa kameljónstakta í Guðföðurnum númer þrjú fékk hann tilnefningu til óskarsverðlauna. Sennilega voru svo fáir aukaleikarar það árið að það bara varð að tilnefna einhvern.