Klipping

Ég fór í klippingu í dag. Ég verð alltaf svo kátur á meðan hárskerðingu stendur að ég glotti eins og vitfirringur, en þá fá rakararnir illan bifur af mér. Þá glotti ég meira. Svo er ég gerði mér greiða leið framhjá hlemmi í átt að bifreið minni reyndi útigangsmaður á mínum aldri að sníkja af mér smápeninga. Ekki varð honum kápan úr því klæðinu. Að hugsa sér! Maður jafn gamall mér…

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *