Ég hef ákveðið að svara Silju með mínum eigin lista yfir 13 hluti sem ég ætla að hafa lokið af áður en ég verð 25 ára, ekki að mér liggi neitt á, eða að ég skilji hvers vegna þeir þurfa að vera 13 – hlutirnir, það er. Er þetta ekki birt í neinni sérstakri röð:
- Kenna Silju á rafmagnsgítar
- Kenna Silju að drekka köffi
- Flytja til Ítalíu í heilt ár
- Klára að læra ítölskuna
- Sömuleiðis latínuna
- Sömuleiðis þýskuna
- Klára fyrstu háskólagráðuna
- Fara á Interrail með Silju (nema hún banni mér að koma með, enda allt gott í hófi)
- Gefa út bók (strax kominn með hugmynd að tveimur!)
- Lesa eitthvað eftir Kiljan, en það hef ég aldrei gert, ef frá eru dregnar smásögurnar
- Sjá nýja flokka í ríkisstjórn
- Kaupa mér íbúð
- Hætta að vinna á Borgarspítalanum (I wish!)
Þá er það komið. Áreiðanlega er margt merkilegra sem ég gæti ásett mér að gera, en þetta er nú eingöngu blogglisti, og ekki mikið að marka þá.