Fokkíng framkvæmdir! Svo er svalahandriðið horfið (!). Ætli verið sé að rífa húsið mitt og láðst hafi að láta mig vita? Hér leikur alltént allt á reiðiskjálfi, svo það útilokar viðgerðir. Enda hér umhorfs eins og suðurlandsskjálfti dauðans hafi riðið yfir.
Ef ég ætti fartölvu gæti ég farið eitthvað annað, en ég á ekkert slíkt. Aukinheldur ætla ég ekki að leyfa mér slíkan munað fyrr en ég kemst í musteri menntunarinnar: Háskóla Íslands.