109527495369622903

Hvað hefur dagurinn minn farið í, utan að dissa Howard Gardner? Jú, hann hefur farið í að hlusta á símann hringja. Það mun vera verknaður vina litla bróður míns.

Það er góð og gild regla þegar maður hringir í fólk, að láta símann aldrei hringja oftar en fjórum sinnum. Vitaskuld eru vinir bróður míns undanþegnir allar óskráðar samskiptareglur, en þeir láta símann jafnan hringja út (ég held það séu u.þ.b. 35 hringingar!). Þetta kemur við illan kauninn á mér, enda mikið að gera og verkin farin að hrannast út fyrir bæjarhleðsluna. Ekki furða að ég komi engu í verk, með framkvæmdir dauðans á svölunum mínum og símann hringjandi til eilífðarnóns.

Ég er alltof upptekinn til að svara í þennan fjárans síma svo hættið að reyna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *