109566710231163845

Horfði á CSI í gærkvöldi. Það er sannarlega þáttur dauðans. Sérstaklega fannst mér lokauppgötvun Grissoms klén, þegar hann fann út hver morðinginn var vegna sígarettuösku undir skóm þess sama.
Mér segir svo hugur að Grissom verði drepinn úr handritinu, en Grissom þykir mér sýna nógu miklar grundvallarskapgerðarbreytingar til að deyja á næstunni. Hvers vegna? Jú, ein af grundvallarreglum sjónvarpsins er, ef persónur í sjónvarpsþáttum sýna mjög miklar skapgerðarbreytingar sem eru í þversögn við persónuna (dæmi: Grissom er rólegur, klár og óskeggjaður. Nú er hann reiður, önugur, gerir mistök og er skeggjaður), er það yfirleitt vísbending um að sú persóna muni deyja. Við sjáum hvort spá mín sé rétt. Það þyrfti raunar að láta mig vita, því ekki ætla ég mér að horfa á þennan þátt oftar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *