Kvæði þetta tileinka ég Þorkatli Gunnari Sigurbjarnarsyni (hah! Þágu- og eignarfallsdiss!), sem keyrði mig heim, og bregð ég nú við drengskap hans:
Fjekk eg far hjá fagrhærðum
fákadróttni er Þorkell kallask.
Eptir gjörviligu ok ginnheilögu
guðsins orði hann ætíð fer.
Til stóð að Björn Freyr Björnsson, lögmaður frá Skegghömrum, skutlaði mér heim, en allt kom fyrir eigi. Svona hefði vísan verið:
Fjekk eg far hjá fagrhærðum
fákadróttni er Björn Freyr kallask.
Sker sitt skegg af eljusemi
skarpr, digrbarkaligr.
Takið eftir fyrstu línu kvæðisins, er óbreytt helst í báðum versjónum. Það er til marks um leti höfundar, enda hárprýði sér í lagi kennd við annað yrkisefnið fremur en en hitt, þó einnig sé hárprútt.