Í Fréttablaðinu er mynd af tíundabekkingum með kröfuspjöld. Á einu þeirra stendur: Við viljum stafsetningu. Verandi í tíunda bekk og ekki kunnandi stafsetningu hlýtur annað hvort að sýna fram á óþurft kennaranna eða fáfræði þess sem ekki kann, hafandi numið hana alla sína grunnskólatíð. Verandi í tíunda bekk og ekki kunnandi stafsetningu þýðir að viðkomandi mun aldrei læra hana, sama hvort kennarar fara í verkfall í nokkra daga/vikur/mánuði eður ei.
Þá sem vantar stafsetningarkennslu í tíunda bekk er sama fólkið og spyr sjálft sig hvort það sé eitt eða tvö n í gapandi þegar það er löngu hætt í skóla. Ekki er það útsmogið fólk.
Skuldinni fyrir málheimsku örfárra ber ekki að skella á verk-fellandi kennara, heldur krakkana sjálfa. Að kunna ekki stafsetningu í tíunda bekk er eins og að kunna ekki stafrófið í öðrum bekk.