109587143286376142

Ég er viss um að engum þótti síðasta færsla fyndin.

Ef þú spyrð sex ára strák að því hvað hann vilji verða þegar hann verður stór, benda allar líkur til þess að hann vilji verða lögga. Sumir vilja m.a.s. gerast „leynilöggur“. Ef börn vissu hvað etýmólógískar rannsóknir á latínu, grísku og germönskum málum eru miklu meira spennandi en að vera lögga væri heimurinn sjálfsagt betri staður. Væri það ekki gott ef í stað þess að hlaupa úti í „Löggu & bófa“ í kennaraverkföllum, sæti barnið þitt heima að dútla sér við að rekja skyldleika latínu og frumgermanskra mála með hjálp germönsku hljóðfærslunnar? Væri ekki gaman ef barnið þitt tilkynnti þér að orðið höfuð væri í raun og veru lexíkalíseruð latína? Sjáið nefnilega til, málfræðin er til margs brúkleg, þ.m.t. að halda barninu þínu frá öfgum ofbeldisins og glundroðanum sem ríkir á götum úti (hafið þið litið út um gluggann? ÞETTA ER FRUMSKÓGUR!!!).

Það er miklu meira töff að kunna málfræði en að vera lögga. Hvað getur lögga gert ef hún er beðin um að fallbeygja „skessan étur gimbrina“ í þskt. þm. ft.? Ekki rassgat! Hún á ekki fokkíng séns.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *