Eitt það leiðinlegasta sem ég horfi upp á er þegar börn brjóta leikföngin sín í einhverju óðagoti. Aftur á móti er það and-sorglegt þegar börn brjóta leikföngin sín viljandi. Hvað þetta snertir er litli bróðir minn öðruvísi en ég. Hann syrgir ekki brotin leikföng, hann tjaslar þeim bara saman með límbandi og heldur áfram. Það finnst mér aðdáunarvert.