Purgatorio

Í dag kom einhver hálfviti á kassann minn og reifst við mig, skammaðist og hélt því fram að „við“ kynnum ekki að afgreiða pantanir (einhver inni á lager hafði sagt honum að hann pantaði heimsendingu á kassa, sem er rugl, og ég sagði honum eins og er að lagerinn sæi um heimsendingar). Það er langt síðan ég hef reiðst nokkrum manni jafnmikið, en ég fékk ekki af mér að segja honum til syndanna. Eins mikið og ég hefði viljað öskra á hann gat ég varla stunið upp úr mér einu einasta hljóði.

Næstu kúnnar á eftir voru raunar dauðhræddir við mig, þar sem ég sat við kassann, rauður í framan og nötrandi af bræði. Næsti maður sem hefði rifist við mig hefði endað samanbrotinn í flötum kassa. Helvítis vinna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *